Meistaradeildin á RÚV í vetur

27.01.2020 - 15:44
Keppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum verður sýnd í beinni á RÚV og RÚV 2 í vetur. Fyrsta mótið fer fram nk. fimmtudag 30. janúar þegar keppt verður í fjórgangi í TM höllinni í Víðidal í Reykjavík.

Umsjón með útsendingunum hefur Hulda G. Geirsdóttir dagskrárgerðarmaður og alþjóðlegur dómari í hestaíþróttum og henni til aðstoðar við lýsingu verður Steindór Guðmundsson alþjóðlegur dómari í hestaíþróttum. Hans Steinar Bjarnason sér um viðtöl við knapa og Mette Mannseth tamningameistari og reiðkennari mun einnig slást í hópinn og lýsa gæðingafiminni í mars.

Dagskráin er eftirfarandi:
30.jan. fim. 18:30  fjórgangur TM höllin, Fáki, Reykjavík.
13. feb. fim. 19:00  slaktaumatölt TM höllin, Fáki, Reykjavík.
27. feb. fim. 19:00   fimmgangur F1 Samskipahöllin, Spretti, Kópavogi.
8. mar. sun. 12:00 gæðingafimi Samskipahöllin, Spretti, Kópavogi.
14. mar. lau. 13:00   gæðingaskeið og 150m skeið.
26. mar. fim. 19:00   Tölt T1 og flugskeið, Samskipahöllin, Spretti, Kópavogi.


Allar hringvallargreinar verða sendar út á RÚV 2, en gæðingafimi og skeiðgreinar verða á aðalrás RÚV. 
(Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.)