Jakob vann fjórganginn.

31.01.2020 - 09:46
Það var þétt setið á pöllunum í TM Höllinni í Víðidal í Reykjavík en um 800 manns voru í höllinni. Þar fór fram fyrsta keppni Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum og keppt var í fjórgangi.

Spennan var mikil enda margir búnir að bíða eftir því að keppnistímabilið hefjist. Jakob Svavar Sigurðsson leiddi eftir forkeppni og sigldi sigrinum í höfn í úrslitum með jafnri og góðri sýningu. Matthías Leó Matthíasson endaði í öðru sæti eftir að hafa komið í 6-7 sæti inn í úrslitin. Í þriðja sæti varð Elin Holst á Frama frá Ketilsstöðum með 7.37 í einkunn. 

Liðaplattann deildu liðin Eques / Kingsland og Hjarðartún en þau voru jöfn að stigum með 46 stig en í þriðja sæti er lið Hestvits/Árbakka. Næsta keppni fer fram fimmtudaginn 13.febrúar en þá verður keppt í slaktaumatölti í TM höllinni í Fáki.Niðurstöður

A úrslit - Fjórgangur
Sæti    Knapi    Hestur    Lið    Aðaleinkunn
1    Jakob Svavar Sigurðsson    Hálfmáni frá Steinsholti    Hjarðartún    7.63
2    Matthías Leó Matthíasson    Taktur frá Vakurstöðum    Eques / Kingsland    7.4
3    Elin Holst    Frami frá Ketilsstöðum    Gangmyllan    7.37
4    Hulda Gústafsdóttir    Sesar frá Lönguskák    Hestvit / Árbakki    7.27
5    Árni Björn Pálsson    Hátíð frá Hemlu II    Top Reiter    7.17
6    Jóhanna Margrét Snorradóttir    Bárður frá Melabergi    Hestvit / Árbakki    7.1
7    Hanna Rún Ingibergsdóttir    Grímur frá Skógarási    Eques / Kingsland    6.87

Forkeppni - Fjórgangur
Sæti    Knapi    Hestur    Lið    Aðaleinkunn
1    Jakob Svavar Sigurðsson    Hálfmáni frá Steinsholti    Hjarðartún    7.33
2    Hulda Gústafsdóttir    Sesar frá Lönguskák    Hestvit / Árbakki    7.17
3    Árni Björn Pálsson    Hátíð frá Hemlu II    Top Reiter    7.17
4    Hanna Rún Ingibergsdóttir    Grímur frá Skógarási    Eques / Kingsland    7.07
5    Elin Holst    Frami frá Ketilsstöðum    Gangmyllan    7
6    Matthías Leó Matthíasson    Taktur frá Vakurstöðum    Eques / Kingsland    6.97
7    Jóhanna Margrét Snorradóttir    Bárður frá Melabergi    Hestvit / Árbakki    6.97
8    Glódís Rún Sigurðardóttir    Glymjandi frá Íbishóli    Ganghestar / Austurás    6.93
9    Ragnhildur Haraldsdóttir    Vákur frá Vatnsenda    Ganghestar / Austurás    6.93
10    Helga Una Björnsdóttir    Hnokki frá Eylandi    Hjarðartún    6.9
11    Flosi Ólafsson    Frami frá Ferjukoti    Hrímnir / Export hestar    6.9
12    Eyrún Ýr Pálsdóttir    Askur frá Gillastöðum    Top Reiter    6.87
13    Ásmundur Ernir Snorrason    Dökkvi frá Strandarhöfði    Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð    6.8
14    Arnar Bjarki Sigurðsson    Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum    Hrímnir / Export hestar    6.73
15    Sigurður Sigurðarson    Rauðka frá Ketilsstöðum    Gangmyllan    6.7
16    Siguroddur Pétursson    Steggur frá Hrísdal    Hrímnir / Export hestar    6.67
17    Þórarinn Ragnarsson    Leikur frá Vesturkoti    Hjarðartún    6.63
18    Bergur Jónsson    Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum    Gangmyllan    6.63
19    Guðmundur Friðrik Björgvinsson    Jökull frá Rauðalæk    Eques / Kingsland    6.6
20    Sylvía Sigurbjörnsdóttir    Kolbakur frá Morastöðum    Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð    6.6
21    Telma Lucinda Tómasson    Baron frá Bala 1    Ganghestar / Austurás    6.6
22    Þórdís Erla Gunnarsdóttir    Sproti frá Enni    Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð    6.47
23    Teitur Árnason    Arthúr frá Baldurshaga    Top Reiter    6.23
24    Gústaf Ásgeir Hinriksson    Kría frá Kópavogi    Hestvit / Árbakki    5.93