Úrslit í fjórgangi í Uppsveitardeildinni 2020

01.02.2020 - 09:35
Fyrsta keppniskvöld Uppsveitadeildarinnar fór fram í gærkvöldi, 31 janúar þegar keppt var í fjórgangi. Margt var um manninn í reiðhöllinni á Flúðum og ljóst er að mikil spenna er fyrir komandi keppnistímabili.

Hestakostur var góðu, knapar komu vel fyrir og margar glæsilegar sýningar heilluðu áhorfendur.

Eftir forkeppni leiddi Rósa Birna Þorvaldsdóttir á Frá frá Sandhól með einkunina 7,07. Fast á hæla hennar sem einnig unnu sér fast sæti í A úrslitum voru Ragnhildur Haraldsdóttir á Úlf frá Mosfellsbæ, Brynja Amble Gísladóttir á Goða frá Ketilsstöðum og Helgi Þór Guðjónsson á Þór frá Selfossi.

Efstur inn í B úrslit var Þorgeir Ólafsson á Snilld frá Fellskoti. Það varð strax ljóst að baráttan milli þeirra 6 knapa sem voru í B úrslitum yrði hörð en einungis 0,2 skildi að efsta og neðsta hest og sæti í A úrslitum var í húfi.
Svo fór að lokum að Árný Oddbjörg Oddsdóttir sigraði B úrslitin og vann sér inn sæti í A úrslitum.

B úrslit

5 Árný Oddbjörg Oddsdóttir Örn frá Gljúfurárholti 7,03
6 Þorgeir Ólafsson Snilld frá Fellskoti 6,53
7 Birgitta Bjarnadóttir Sveinsson frá Skíðbakka1A 6,47
8 Hekla Katharína KristinsdóttirHrafn frá Markaskarði6,40
9 Bjarni Sveinsson Agla frá Dalbæ 6,13
10 Þorgils Kári Sigurðsson Pandra frá Kaldbak 6,07

A úrslitin voru virkilega glæsileg, flottar heilsteyptar sýningar þar sem knapar skiptust á að hljóta hæstu einkunn fyrir einstök atriði. Það varð strax ljóst að sigurvegarar B úrslita þau Árný og Örn voru hvergi nærri hætt og Ragnhildi og Úlf og Rósu Birnu og Frá ekkert eftir. Þegar að greiða töltinu kom dró aðeins í sundur með þessum pörum og niðurstaðan varð sú að Rósa Birna og Frár héldu fyrsta sætinu og Ragnhildur og Úlfur öðru sætinu eins og eftir forkeppni. Hástökkvarar kvöldins, upp úr B úrslitum, Árný Öddbjörg Oddsdóttir og Örn hrepptu að lokum þriðja sætið.

A úrslit

1 Rósa Birna Þorvaldsdóttir Frár frá Sandhól 7,23
2 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ 7,07
3 Árný Oddbjörg Oddsdóttir Örn frá Gljúfurárholti 6,97
4 Brynja Amble Gísladóttir Goði frá Ketilsstöðum 6,87
5 Helgi Þór Guðjónsson Þór frá Selfossi 6,73

Liðakeppnin var einnig spennandi. Lið Árbæjarhjáleigu var með alla sína þrjá keppendur í B úrslitum, þar átti lið Friðheima/Skjóls líka tvo fulltrúa. En það var lið Kílhrauns sem vann sér inn flest stig í fjórgangnum, en allir 3 keppendur liðsins unnu sér sæti í A úrslitum, glæsilegur árangur það.

LIÐ STIG
1 KÍLHRAUN 58
2 ÁRBÆJARHJÁLEIGA 46
3 FRIÐHEIMAR/SKJÓL 39
4 STORM RIDER 35,5
5-6 BALDVIN OG ÞORVALDUR 19,5
5-6 BREKKA/HJARÐARHOLT/MIÐENGI 19,5
7 MEISTARI LOFTUR 12,5

Framkvæmdanefnd þakkar keppendum, dómurum og öðrum er að mótinu komu fyrir frábæra frammistöðu og vel unnin störf. Áhorfendum þökkum við fyrir komuna og minnum um leið á næsta mót sem verður föstudagskvöldið 21 febrúar þegar keppt verður í fimmgangi.

frétt mynd facebooksíða seildarinnar