Sýnikennsla með Heimsmeistaranum Julie fyrir keppni í Meistaradeild

12.02.2020 - 16:10
Heimsmeistarinn í slaktaumatölti, Julie Christiansen, ætlar að vera með sýnikennslu í TM höllinni í Víðidal áður en keppni hefst í slaktaumatölti í Meistaradeildinni. Sýnikennslan hefst kl. 18:00.

Húsið opnar kl. 17:00 og því tilvalið að mæta snemma, gæða sér á dýrindis veitingum og horfa á sýnikennsluna með Julie. Klukkan 19:00 hefst síðan keppnin en þar mæta til leiks bestu slaktaumatöltarar landsins.

Miðasala er í fullum gangi á tix.is og í verslun Líflands en ársmiðinn kostar 5.000 kr en einnig verður selt inn á staka viðburði. Ársmiðinn er einnig happadrættismiði en dregið verður úr seldum ársmiðum og eru glæsilegir vinningar í boði frá Líflandi, Top Reiter, Litlu hestabúðinni, Toyota Selfossi og folatollar undir marga af glæsilegustu stóðhestum landsins.

Bein útsending verður á RÚV.IS og fyrir þá sem staddir eru erlendis er hægt að gerast áskrifandi að deildinni á oz.com/meistaradeildin.
 
RÁSLISTI - SLAKTAUMATÖLT - MEISTARAFLOKKUR
Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Litur Aldur Lið
1 Glódís Rún Sigurðardóttir Glymjandi frá Íbishóli Dynjandi frá Íbishóli Salka frá Tumabrekku Brúnn 9 Ganghestar / Austurás
2 Matthías Leó Matthíasson Doðrantur frá Vakurstöðum Konsert frá Korpu Bjóla frá Feti Fífilbleikur 7 Eques / Kingsland
3 Helga Una Björnsdóttir Þoka frá Hamarsey Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum Þruma frá Hólshúsum Bleikál. 9 Hjarðartún
4 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Hekla frá Laugarbökkum Barði frá Laugarbökkum Hildur frá Höfða Rauð 9 Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð
5 Arnar Bjarki Sigurðarson Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Gammur frá Steinnesi Irpa frá Skeggsstöðum Brúnn 13 Hrímnir / Export hestar
6 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Framkvæmd frá Ketilsstöðum Brúnn 13 Gangmyllan
7 Eyrún Ýr Pálsdóttir Askur frá Gillastöðum Smári frá Skagaströnd Klófífa frá Gillastöðum Jarpur 8 Top Reiter
8 Hinrik Bragason Krummi frá Höfðabakka Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Dagrún frá Höfðabakka Brúnn 10 Hestvit / Árbakki
9 Ragnhildur Haraldsdóttir Katla frá Mörk Kolskeggur frá Kjarnholtum I Selja frá Miðdal Jarpstj.sokk. 9 Ganghestar / Austurás
10 Árni Björn Pálsson Hátíð frá Hemlu II Þröstur frá Hvammi Hafrún frá Hemlu II Brún 10 Top Reiter
11 Viðar Ingólfsson Skál frá Skör Rammi frá Búlandi Vár frá Skjálg Brún 8 Hrímnir / Export hestar
12 Jakob Svavar Sigurðsson Vallarsól frá Völlum Álfur frá Selfossi Náttsól frá Fellsmúla Brún 7 Hjarðartún
13 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi Héðinn frá Feti Skrítla frá Grímstungu Grár 10 Hestvit / Árbakki
14 Bergur Jónsson Rauðka frá Ketilsstöðum Skýr frá Skálakoti Spes frá Ketilsstöðum Rauð 8 Gangmyllan
15 Guðmundur Björgvinsson Ópera frá Litla-Garði Ómur frá Kvistum Melodía frá Árgerði Fífilbleik 9 Eques / Kingsland
16 Ásmundur Ernir Snorrason Gleði frá Steinnesi Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Gæfa frá Steinnesi Jarpskj. 10 Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð
17 Teitur Árnason Brúney frá Grafarkoti Grettir frá Grafarkoti Surtsey frá Gröf Vatnsnesi Brún 14 Top Reiter
18 Siguroddur Pétursson Eldborg frá Haukatungu Syðri 1 Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum Mynd frá Haukatungu Syðri 1 Jörp 9 Hrímnir / Export hestar
19 Gústaf Ásgeir Hinriksson Brynjar frá Bakkakoti Frakkur frá Langholti Smella frá Bakkakoti Jarpur 9 Hestvit / Árbakki
20 Þórarinn Ragnarsson Leikur frá Vesturkoti Spuni frá Vesturkoti Líf frá Þúfu í Landeyjum Jarpur 9 Hjarðartún
21 Sigurður Sigurðarson Narfi frá Áskoti Ágústínus frá Melaleiti Súld frá Helgadal Brúnn 11 Gangmyllan
22 Sigursteinn Sumarliðason Saga frá Blönduósi Sveinn-Skorri frá Blönduósi Rauðhetta frá Holti 2 Rauð 9 Eques / Kingsland
23 Telma Tómasson Baron frá Bala 1 Stæll frá Neðra-Seli Beta frá Forsæti Móálóttur 11 Ganghestar / Austurás
24 Edda Rún Guðmundsdóttir Spyrna frá Strandarhöfði Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Fiðla frá Höfðabrekku Rauð 12 Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð