Teitur sigrar slaktaumatöltið

13.02.2020 - 22:41
Keppni í slaktaumatölti er lokið í Meistaradeildinni í hestaíþróttum en það var Teitur Árnason sem vann greinina en hann sat Brúneyju frá Grafarkoti. Teitur og Brúney eru engir aukvissar í þessari grein en þau voru í öðru sæti í henni í fyrra og er Brúney reynslumikil í greininni.
 
 Teitur og Brúney leiddu nokkuð örugglega eftir forkeppni með 8.13 í einkunn en átta knapar tryggðu sér sæti í úrslitum.

Í úrslitum fóru þau Árni Björn Pálsson og Hátíð frá Hemlu II mikinn en eftir bæði tölt á frjálsri ferð og hægt tölt leiddu þau með nokkrum yfirburðum. Árni og Hátíð voru þó í töluverðu brasi á slaka taumnum en þar sigldu þau Teitur og Brúney sigrinum heim með öruggri sýningu og hlutu 8.67 í einkunn fyrir það atriði. Teitur og Brúney enduðu með 8.29 í lokaeinkunn. Í öðru sæti var Arnar Bjarki Sigurðsson á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum með 8.08 í einkunn en þeir áttu stór góða sýningu bæði á frjálsu ferðinni og slaka taumnum og í því þriðja voru Árni Björn og Hátíð en hlutu þau 7.88 í einkunn.

Lið Hrímnis / Export hesta hlaut liðaplattann en liðið var með tvo knapa í a úrslitum þá Viðar Ingólfsson, liðsstjóra, og Arnar Bjarka Sigurðsson. Eftir gott gengi í slaktaumatöltinu hækkaði liðið sig líka úr sjöunda sæti í liðakeppninni yfir í annað sætið með 86.5 stig. En efst í liðakeppninni er lið Hjarðartúns með 95.5 stig og í því þriðja er lið Top Reiter með 85 stig.

Efstur í einstaklingskeppninni er Jakob S. Sigurðsson með 18 stig en í öðru sæti er Árni Björn Pálsson með 14 stig og í því þriðja er Teitur Árnason með 12 stig. Hægt er að sjá nánari stöðu í liða og einstaklingskeppninni hér
 
Niðurstöður - A úrslit - Slaktaumatölt
Sæti Knapi Hestur Lið Aðaleinkunn
1 Teitur Árnason Brúney frá Grafarkoti Top Reiter 8.29
2 Arnar Bjarki Sigurðsson Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Hrímnir / Export hestar 8.08
3 Árni Björn Pálsson Hátíð frá Hemlu II Top Reiter 7.88
4 Viðar Ingólfsson Skál frá Skör Hrímnir / Export hestar 7.83
5 Jakob Svavar Sigurðsson Vallarsól frá Völlum Hjarðartún 7.63
6 Helga Una Björnsdóttir Þoka frá Hamarsey Hjarðartún 7.54
7 Ásmundur Ernir Snorrason Gleði frá Steinnesi Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð 7.29
8 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi Hestvit / Árbakki 6.5
Niðurstöður - Forkeppni - Slaktaumatölt
Sæti Knapi Hestur Lið Aðaleinkunn
1 Teitur Árnason Brúney frá Grafarkoti Top Reiter 8.13
2 Arnar Bjarki Sigurðsson Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Hrímnir / Export hestar 7.77
3 Árni Björn Pálsson Hátíð frá Hemlu IITop Reiter 7.73
4-5 Helga Una Björnsdóttir Þoka frá Hamarsey Hjarðartún 7.67
4-5 Jakob Svavar Sigurðsson Vallarsól frá Völlum Hjarðartún 7.67
6-8 Viðar Ingólfsson Skál frá Skör Hrímnir / Export hestar 7.63
6-8 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi Hestvit / Árbakki 7.63
6-8 Ásmundur Ernir Snorrason Gleði frá Steinnesi Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð 7.63
9-10 Glódís Rún Sigurðardóttir Glymjandi frá Íbishóli Ganghestar / Austurás 7.37
9-10 Sigurður Sigurðarson Narfi frá ÁskotiGangmyllan 7.37
11-12 Elin Holst Frami frá KetilsstöðumGangmyllan 7.3
11-12 Gústaf Ásgeir Hinriksson Brynjar frá Bakkakoti Hestvit / Árbakki 7.3
13 Guðmundur Friðrik Björgvinsson  Ópera frá Litla-Garði Eques / Kingsland 7.17
14-15 Hinrik Bragason Krummi frá HöfðabakkaHestvit / Árbakki7.13
14-15 Þórarinn Ragnarsson Leikur frá Vesturkoti Hjarðartún7.13
16 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Hekla frá Laugarbökkum Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð6.97
17 Siguroddur Pétursson Eldborg frá Haukatungu Syðri 1 Hrímnir / Export hestar 6.77
18 Bergur Jónsson Rauðka frá Ketilsstöðum Gangmyllan 6.7
19 Ragnhildur Haraldsdóttir Katla frá Mörk Ganghestar / Austurás 6.57
20 Sigursteinn Sumarliðason Saga frá Blönduósi Eques / Kingsland 6.5
21 Eyrún Ýr Pálsdóttir Askur frá Gillastöðum Top Reiter 6.47
22 Edda Rún Guðmundsdóttir Spyrna frá Strandarhöfði Auðsholtshjáleiga / Horse export / Strandarhöfuð 5.9
23 Matthías Leó Matthíasson Doðrantur frá Vakurstöðum Eques / Kingsland 5.6
24 Telma Lucinda Tómasson Baron frá Bala 1 Ganghestar / Austurás 4.8